Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins segir mjög ánægjulegt að samkomulag hafi náðst í dag og að samningur hafi verið undirritaður með fulltrúum úr öllum landshlutum.
Hann segir það liggja fyrir að þeir kjarasamningar sem sambönd atvinnulífsins gera séu stefnumarkandi i eðli sínu. „Við eigum í fjölmörgum samræðum eins og ykkur er kunnugt um, og munum halda þeim áfram á næstu dögum. Höfum nú lagt grunnað því sem koma í dag. Lögðum i dag brú að bættum lífskjörum, þetta er skammtímasamningur og framhald af lífskjarasamningnum, til að eyða þeirri óvissu sem heimili og fyrirtæki landsins standa frammi fyrir um þessar mundir,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld.
Báðir aðilar geti vel við unað
Aðspurður um hvort Samtök atvinnulífsins hafi gert miklar málamiðlanir, miðað við hversu ánægður Vilhjálmur Birgisson [formaður Starfsgreinasambandsins] var, segir Halldór að báðir aðilar hafi gert verulegar málamiðlanir í þessum samningi.
„Þetta er mjög flókið, þetta voru erfiðar kjaraviðræður. Báðir aðilar geta samt ágætlega vel við unað. Aðalatriðið í mínum huga er að hér erum við að ljúka kjarasamningi til þess að höggva á þann hnút sem ríkt hafði. Auðvitað vonast ég til að þetta muni liðka til þeim kjaraviðræðum sem standa til næstu daga, hið minnsta.“
