Innlent

„Fagnaðarefni að Starfs­greina­sam­bandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn.
Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn.

Katrín sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í kvöld að Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins hafi lagt mikið á sig til að ná þessum samningi og vonar að hann reynist farsæll. „Eftir því sem mér heyrist þá er þetta metnaðarfullur samningur þó hann sé til skemmri tíma. Samningur sem getur skipt verulegu máli fyrir kjör þessara félaga, fyrir þau sem eru í þessum félögum.“

Katrín segir það fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti og vonast til að fleiri félög fylgi í kjölfarið. Þá segir hún að ríkisstjórnin hafi átt í samtali varðandi hvað þau geti lagt af mörkunum.

„Það varðar þá sérstaklega öflugri húsnæðisstuðning, framboð á húsnæði, öflugra barnabótakerfi. Við viljum hins vegar ekki gefa yfirlýsingu á þessum tímapunkti heldur vonumst við til þess að fleiri samtök gangi til samninga. Við höfum unnið að heilum hug að því að koma með aðgerðir sem miða að því að bæta kjör almennings. Það eru engir samningar eins en það er merkilegt að í þessu tilviki tekur samningur við af samningi sem er mjög fátítt í íslensku vinnumarkaðsumhverfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning

Nú leggur vöffluangan um húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni, því þar var verið að skrifa undir kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.