Innlent

VR snýr aftur til viðræðna

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Vísir/Vilhelm

VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Innan samflots iðn- og tæknigreina eru MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM.

Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan síðasta mánuð og hafa frá þeim tíma unnið að því að ná nýjum samningi sitt í hvoru lagi, en án árangurs. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa verið lausir í rúman mánuð.

Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu kemur fram að ríkur vilji sé á meðal stéttarfélaganna að vinna saman að nýjum kjarasamningi hratt og vel og standa vonir til þess að góð niðurstaða náist fljótlega. Innan þessa samflots eru um 59 þúsund félagsmenn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.