Lífið

Þóra og Arnar eignuðust stúlku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þóra Tómasdóttir.
Þóra Tómasdóttir. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 

Þóra greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Við mynd af dótturinni skrifar hún: „Við kynnum með stolti; fullkomið stúlkubarn❤️.“

Þóra á fyrir eina dóttur, Kötlu Þórudóttir. Þóra er fædd árið 1979 en Arnar er þremur árum yngri, fæddur árið 1982.

Þau voru um tíma saman með útvarpsþáttinn Inni á Rás 1. Þar var fjallað um sköpun þess sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum í gegnum tíðina og athygli vakin á því hvernig fangar hafa tjáð sig í listaformi á meðan þeir sátu inni. 


Tengdar fréttir

Heilluð af fangelsum

"Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.