Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 14:34 Rúrik Gíslason var sigur úr býtum í dansþættinum Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021. Vísir/Baldur Hrafnkell Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi. Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi.
Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06