Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 14:34 Rúrik Gíslason var sigur úr býtum í dansþættinum Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021. Vísir/Baldur Hrafnkell Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi. Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi.
Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“