Innlent

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun ÖBÍ af­hent

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskrá hefst klukkan 11:30 og stendur til 13:30.
Dagskrá hefst klukkan 11:30 og stendur til 13:30.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða afhent á Grand hótel í Reykjavík í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi og hefst dagskrá klukkan 11:30.

Í tilkynningu frá ÖBÍ segir að ár hvert sé kastljósinu beint að réttindabaráttu fatlaðs fólks á þessum degi og þeirra mikilvæga framlagi í samfélaginu.

„Fatlað fólk er alls um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þetta eru um 57.000 manns á Íslandi.

Auk þess að veita Hvatningarverðlaunin hvetja ÖBÍ réttindasamtök fólk til þess að varpa fjólubláu út í umhverfið. Ýmist með því að lýsa upp húsnæði, klæðast fjólubláu eða birta fjólubláa fleti á samfélagsmiðlum. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þennan dag heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Forseti Íslands er verndari verðlaunanna og mun frú Eliza Reid forsetafrú afhenda verðlaunin á morgun. Haraldur Þorleifsson fékk verðlaunin í fyrra fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með hátíðinni í streymi að neðan. Dagskrá hefst klukkan 11:30 og stendur til 13:30.

Tilnefnd eru í stafrófsröð:

  • Arna Sigríður Albertsdóttir – vitundarvakning, hreyfing og íþróttaiðkun fatlaðs fólks
  • Ferðamálastofa – verkefnið „Gott aðgengi í ferðaþjónustu“
  • Harpa Cilia Ingólfsdóttir – framlag til aðgengismála fatlaðs fólks
  • Helga Eysteinsdóttir – náms- og starfsþjálfun fatlaðs fólks
  • Ingi Þór Hafsteinsson – frumkvæði að veiðiferðum fatlaðra barna
  • Piotr Loj – þjálfun og upplifun fyrir fatlað fólk í gegnum sýndarveruleika
  • Rannveig Traustadóttir – framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks
  • Sylvía Erla Melsted – vitundarvakning, lesblinda


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.