Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 10:03 Næsta bíóár verður eitthvað! Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira