Desemberspá Siggu Kling - Fiskarnir Sigga Kling skrifar 2. desember 2022 06:01 Elsku Fiskurinn minn, það verður ekki sagt með sanni að lífsvegur þinn sé tómlegur. Þú ert örlátur og elskulegur, en átt það til að fara í fýlu og verða foxillur yfir því að enginn fattar það. Það er mikil vinna fram undan, því þú þolir ekki að sitja auðum höndum. Það eru flutningar hjá mörgum eða tilfærsla á starfi eða bara eitthvað aukaverkefni. Þetta verður spennandi en stressið magnast jafnmikið og spennan. Þú verður svo sáttur yfir jólin, þau verða þér friðsæl og gjöful og enginn verður eins mikið í essinu sínu og þú. Að sjálfsögðu geturðu ekki alltaf verið sammála maka þínum, en sá vægir sem vitið hefur meira, svo leyfðu honum að ráða svona einu sinni. Þetta á einnig við um þinn besta vin eða náinn ættingja. Það er ferðalag fyrr en þig grunar, eitthvað sem þú varst ekki búinn að plana. Þú hittir óvænt fólk sem er þér svo mikils virði og það er eins og allir vilji koma þér á óvart. En umfram allt verður jafnvægi í ástinni, fjölskyldu og velgengni og þú átt eftir að njóta þín í öllum þessum asa sem verður í kringum þig. En þú verður samt að næra hellisbúann og þú færð friðinn sterkastan þegar þú finnur þér stað í náttúrunni og sest þar niður og hugsar sem minnst. Það er alveg ótrúlegt hvernig krafturinn þinn endurnýjast bara með þessu eina atriði. Það er að opnast fyrir þér gullkista og svo margt sem þér er að bjóðast úr henni. Gamlar óskir sem þú ert jafnvel búinn að gleyma hoppa upp í fangið á þér og annað sem þér finnst svo merkilegt á eftir að gerast. Þú ert að hressa þig við á allan máta, bæði líkama og huga og þetta ferli mun leiða til þess að þú fáir þínum þrám fullnægt og getir verið stoltur af sjálfum þér. Heimurinn er svo agnarsmár og þú þarft að skoða ýmislegt í honum, svo mundu að þú ert ekki tré. Knús og kossar, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það er mikil vinna fram undan, því þú þolir ekki að sitja auðum höndum. Það eru flutningar hjá mörgum eða tilfærsla á starfi eða bara eitthvað aukaverkefni. Þetta verður spennandi en stressið magnast jafnmikið og spennan. Þú verður svo sáttur yfir jólin, þau verða þér friðsæl og gjöful og enginn verður eins mikið í essinu sínu og þú. Að sjálfsögðu geturðu ekki alltaf verið sammála maka þínum, en sá vægir sem vitið hefur meira, svo leyfðu honum að ráða svona einu sinni. Þetta á einnig við um þinn besta vin eða náinn ættingja. Það er ferðalag fyrr en þig grunar, eitthvað sem þú varst ekki búinn að plana. Þú hittir óvænt fólk sem er þér svo mikils virði og það er eins og allir vilji koma þér á óvart. En umfram allt verður jafnvægi í ástinni, fjölskyldu og velgengni og þú átt eftir að njóta þín í öllum þessum asa sem verður í kringum þig. En þú verður samt að næra hellisbúann og þú færð friðinn sterkastan þegar þú finnur þér stað í náttúrunni og sest þar niður og hugsar sem minnst. Það er alveg ótrúlegt hvernig krafturinn þinn endurnýjast bara með þessu eina atriði. Það er að opnast fyrir þér gullkista og svo margt sem þér er að bjóðast úr henni. Gamlar óskir sem þú ert jafnvel búinn að gleyma hoppa upp í fangið á þér og annað sem þér finnst svo merkilegt á eftir að gerast. Þú ert að hressa þig við á allan máta, bæði líkama og huga og þetta ferli mun leiða til þess að þú fáir þínum þrám fullnægt og getir verið stoltur af sjálfum þér. Heimurinn er svo agnarsmár og þú þarft að skoða ýmislegt í honum, svo mundu að þú ert ekki tré. Knús og kossar, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira