Innlent

Árið sem þetta var „látið gossa“

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason kvaddi embætti sóttvarnalæknis á árinu. 
Þórólfur Guðnason kvaddi embætti sóttvarnalæknis á árinu. 

Grímuskylda, nálægðarmörk og djammbann. Þetta kunna að virðast hlutir úr öðru lífi en í upphafi ársins voru hér í gildi einar hörðustu samkomutakmarkanir Íslandssögunnar.

Þetta var viðburðaríkt ár í faraldfræðilegu ljósi. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna, öllu var skellt í lás, öllu var aflétt og næstum allir smituðust. Segja má að samstaðan hafi farið að rofna aðeins á árinu þar sem bareigendur, þingmenn og jafnvel ráðherrar hjóluðu í ákvarðanir sóttvarnalæknis. Veiran var svo að lokum „látin gossa“ eins og oft hafði verið rætt um.

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Þetta eru merkustu sigrar ársins

Við erum mætt aftur, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, með ítarlega yfirferð yfir árið 2022. Það gerðist allskonar, eins og við munum, en við byrjum hér: á fólkinu sem varð ofan á. Sigurvegurum ársins, í sem víðasta skilningi orðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.