Lífið

„Hef ekki enn þá horft á hrekkinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki stóð með Mána í 13 mínútur og hélt að hann væri allan tímann í beinni útsendingu. Svo var ekki.
Rikki stóð með Mána í 13 mínútur og hélt að hann væri allan tímann í beinni útsendingu. Svo var ekki.

Hann hefur verið útvarpsmaður í tuttugu ár, er einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins, er veislustjóri og plötusnúður, elskar að vera pabbi og kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur Einkalífsins í þessari viku.

Eitt af því sem Rikki ræddi um í þættinum hrekkur sem Auðunn Blöndal tók á hann í Stóra Sviðinu á Stöð 2 á dögunum. Þar var Rikki staddur á Stjörnuvellinum og hélt að hann væri í beinni útsendingu með Mána Péturssyni. Máni var vægast sagt erfiður viðmælandi og Ríkharð í ómögulegri stöðu. Hrekkurinn sló rækilega í gegn og fór eins og eldur í sinu um netheima í kjölfarið.

„Ég hef ekki enn þá horft á hrekkinn og veit ekki hvort ég muni einhvern tímann geta það,“ segir Rikki og heldur áfram.

„Ég veit ekki hvað þetta voru margar mínútur sem stóð þarna með Mána en mér leið eins og þetta hafi verið heill fótboltaleikur. Máni er búinn að vera edrú í einhverja áratugi og ég sagði í sjónvarpinu að ég héldi að hann væri að fá heilablóðfall en í sannleika sagt hélt ég að hann væri fallinn. Hann lék þetta svo ótrúlega vel.“

Umræðan um hrekkinn fræga hefst þegar 24 mínútur eru liðnar af þættinum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.