Lífið

Desemberspá Siggu Kling - Ljónið

Sigga Kling skrifar

Elsku Ljónið mitt, það er yfirgnæfandi afl sem fylgir þér. Þú hefur val um hvort þú notir það til góðs og margfaldir gleði þína á þessu stutta ferðalagi sem þér er boðið upp á á Jörðinni.

Þú valdir sjálfur hvar þú fæddist og hjá hverjum og þú valdir líka þann tíma sem þú ætlaðir að dvelja hérna.

Þú hefur máttinn til að breyta því sem hægt er að breyta. Og þegar þú veist að þú átt bara að stóla á sjálfan þig, þá færð þú, Ljónið mitt, vængi. Það er heilmikil ástríða í kringum orkuna þína og á einu augabragði getur allt breyst í kringum þig. Þetta tímabil sem þú ert að fara í er eins og „boomerang“; það sem þú gefur frá þér færðu nákvæmlega til baka.

Þú ert mikill draumspekingur og ef þú skoðar vel þá dreymir þig fyrir því sem á eftir að gerast. Oft er þetta samt bara viðvörunardraumar til þess að þú getir varað þig á því sem þú vilt ekki sjá.

Það eru margir sem öfunda þig, dást að þér og sjá þig í hillingum og þetta er vegna þess að útgeislun þín lýsir skærara en friðarljósið hennar Yoko Ono úti í Viðey.

Alveg sama þó að þú hafir móral yfir einhverju eða finnst þú hefðir getað gert betur, þá skaltu sleppa því, af því að allir munu alltaf fyrirgefa þér á endanum.

Þú ert að skrifa merkilegan part í lífsbókina þína og þú ert í aðalhlutverkinu, því þér fara ekki aukahlutverk. Um leið og þú sérð þig með þeim augum sem aðrir sjá þig, þá gerist kraftaverk og þetta orð þýðir bara að þú setur kraft í verkið. Það er ekkert og engin hindrun svo stór að þú komist ekki yfir hana.

Knús og kossar, Sigga Kling






Fleiri fréttir

Sjá meira


×