Innlent

Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigurjón bæjarstjóri segir mikla tilhlökkun hjá heimamönnum fyrir nýja veginum á hringveginum um Hornafjörð.
Sigurjón bæjarstjóri segir mikla tilhlökkun hjá heimamönnum fyrir nýja veginum á hringveginum um Hornafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra.

Stórvirkar vinnuvélar hafa verið fluttar til landsins vegna verkefnisins, m.a. nokkrar nýjar búkollur, sem komið var með sjóleiðina á Höfn.

„Það er magnað að sjá þetta og mjög skemmtilegt, við viljum bara fulla ferð,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Breytingar á hringveginum um Hornafjörð hafa verið í vinnslu hjá Vegagerðinni í um 15 ár en nú eru hlutirnir loksins farnir að gerast, vinnuvélar komnar á svæðið og allt að komast á fullt. Í stórum dráttum samanstendur framkvæmdin af lagningu 19 kílómetra þjóðvegar og hliðarvegi upp á 9 kílómetra. Þá verða smíðaðar fjórar tvíbreiðar brýr.

Í stórum dráttum samanstendur framkvæmdin af lagningu 19 kílómetra þjóðvegar og hliðarvegi upp á 9 kílómetra. Þá verða smíðaðar fjórar tvíbreiðar brýr.Aðsend

Mikil spenna er á meðal heimamanna yfir verkefninu.

„Það verður ný brú lögð á þurru en síðan verður fljótinu veitt undir brúnna. Það er byrjað að fergja mýrina á svæðinu og nú er verið að reisa vinnubúðir hérna út frá fyrir karlana og fólkið hjá Ístak,“ bætir Sigurjón við.

Verksamningurinn við Ístak hljóðar upp á rúmlega sex milljarða króna. Reiknað er með að nýi vegurinn og brýrnar verði tilbúnar í desember 2025.

Nýr vegur um Hornafjörð styttir hringveginn um 12 kílómetra.Vegagerðin


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.