Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 14:39 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Vísir Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira