Innlent

Úr­skurðaðir í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Bjarki Sigurðsson skrifar
Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum.
Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum. Vísir

Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 

Mennirnir tveir voru handteknir fyrir níu vikum síðan í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar um allt höfuðborgarsvæðið. Ljóst er að vikurnar í gæsluvarðhaldi verða að minnsta kosti ellefu eftir að héraðssaksóknari samþykkti að framlengja gæsluvarðhald þeirra um tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá þessu. 

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, að rannsókn á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin á brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra, segir í samtali við Fréttablaðið að hann ætli að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Hann telji skjólstæðing sinn ekki vera hættulegan samfélaginu. 

Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins mannsins, segir að hann sé ekki sáttur með úrskurðinn. Honum hafi verið lofað fyrir síðasta gæsluvarðhaldsúrskurð að rannsókn málsins yrði lokið áður en gæsluvarðhaldið rynni út. Ljóst er að þær fullyrðingar hafa ekki staðist. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×