Innlent

Bretum líka ráð­lagt að fara var­lega í mið­borginni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Breska sendiráðið biður breska ferðamenn um að fara varlega.
Breska sendiráðið biður breska ferðamenn um að fara varlega. Vísir/Vilhelm

Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag.

„Nýlega hafa fregnir borist af vopnuðum gengjaátökum, sem tengd eru næturklúbbum í miðborginni,“ segir í færslu sendiráðsins. Fólk er hvatt til að hafa varann á, sérstaklega nálægt krám þar sem fólk safnast saman að næturlagi.

Ferðamenn eru beðnir um að vera á varðbergi, gera hefðbundnar varúðarráðstafanir og forðast að skilja verðmæti eftir á glámbekk. Verði ferðamenn varir við eitthvað óvenjulegt skuli þeir tafarlaust láta lögreglu vita.

Bandaríska sendiráðið bað Bandaríkjamenn einnig að fara varlega í miðborg Reykjavíkur í færslu fyrr í dag.  Tilefni viðvörunnarinnar er fréttaflutningur af tilhuguðum árásum og auknum viðbúnaði vegna spennu í undirheimum í kjölfar hnífaárásarinnar á Bankastræti Club í síðustu viku.

Lögregla hefur gefið út að stóraukinn viðbúnaður verði um helgina vegna málsins.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur

Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu.

„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“

Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.