Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Rúðubrot á heimili þriggja barna þungaðrar móður og alvarleg líkamsárás á 17 ára dreng eru á meðal afleiðinga stigvaxandi átaka tveggja hópa í undirheimum. Dómsmálaráðherra segir átökin grafalvarleg og boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem þingmaður stjórnarandstöðunnar gerir athugasemdir við boðað frumvarp dómsmálaráðherra um auknar rannsóknarheimildir lögreglu.

Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en flytja á þá enn einu sinni í byrjun desember. Við kynnum okkur málið í kvöldfréttum.

Þá kemur formaður stjórnar Landverndar í settið og fer yfir það sem bar hæst á loftslagsþinginu COP27. Við kíkjum einnig á hæsta stigabíl landsins sem var tekinn í notkun í haust og hittum fimmtán ára túbuleikara sem er í tveimur hljómsveitum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×