Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 10:35 Sú jurt sem veldur ofskynjununum eru laufblöð sem innihalda efnið DMT. stöð 2 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Um er að ræða efnið dímetýlryptamín, betur þekkt sem DMT, sem er lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Efnin fundust í tveimur ferðatöskum ákærða sem kom hingað til lands með flugi frá Spáni með millilendingu í London. Efnið var í þrjátíu pakkningum, með um tvö prósent styrkleika sem áætlað er að svari til rúmlega fimmtán þúsund neysluskammta. Þá var karlmaðurinn einnig með rúmlega fimmtíu grömm af DMT í formi grænna laufa og tæplega 400 grömm af mítragýnín (Kratom). Maðurinn er talinn hafa ætlað að selja efnin hér á landi. Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. Ólöglegt en mikið notað af áhugafólki um andleg málefni Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur DMT sem er á bannlista á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna. Þá eru dæmi um að fólk noti efnið til að lina þjáningar. Það var tilfellið hjá Pétri Kristjáni Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann sagði í viðtali í Ísland í dag árið 2020 að DMT hefði veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28
Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24
Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54