Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 07:01 Lið Argentínu hélt til Katar í dag en þeir verða ekki á fimm stjörnu hóteli eins og mörg önnur lið á mótinu. Vísir/Getty Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn og þar eru Argentínumenn í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádi Arabíu. Lionel Messi og félögum er spáð góðu gengi á mótinu og telja margir að nú sé komið að því að Messi komist á stall með landa sínum Diego Maradona og færi þjóðinni sjálfan heimsmeistaratitilinn. Það skortir ekki lúxushótelin í Katar og flest liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu hafa valið sér eitt slíkt til að dvelja á þann tíma sem þau eru í Katar. Kröfur liðanna um aðstæður eru oftar en ekki ansi ítarlegar en Argentínumenn ákváðu að fara aðra leið hvað varðar gistingu en önnur lið. Forsvarsmenn argentínska knattspyrnusambandsins völdu nefnilega að aðsetur liðsins yrði á heimavist háskólans í Katar. Aðstæður þar eru vissulega góðar en aðalástæða þess að þeir velja heimavistina frekar en lúxushótel er sú að þeir vilja geta eldað matinn sinn samkvæmt argentínskum hefðum. | LA NACIÓN Qatar University will be the home of the Argentina national team in the 2022 World Cup. Ranked as the best educational institution in the country and one of the best in Asia A high-tech campus of 25,500 square meters. Contains a football field pic.twitter.com/oEo4qpHyuP— BD Albiceleste (@bd_albiceleste) March 23, 2022 „Við heimsóttum heimavistina í fjölmörg skipti og völdum að vera þar, ekki bara því þar eru frábærar aðstæður, heldur einnig vegna þess að þar er pláss fyrir asado utandyra,“ sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í samtali við Daily Mail. Asado er nokkurs konar grill sem Argentínumenn nota gjarnan til að elda kjöt yfir opnum eldi en það er einmitt það sem Argentínu menn ætla sér að gera í Katar. Krafan um að geta notað asado var ofarlega á forgangslistanum hjá Messi og félögum og á háskólaheimavistinni verður það mögulegt. „Liðið okkar er það besta í heimi og eiga skilið besta nautakjötið,“ sagði talsmaður sambandsins en argentínskar steikur þykja herramannsmatur víðsvegar um heim. „Við viljum að leikmönnum líði eins og þeir séu heima hjá sér á meðan þeir dvelja í Katar og þetta er besta leiðin til að gera það. Við sjáum til þess að þeir fái bragð að heiman á sama tíma og þeir einbeita sér að fótboltanum.“ Aðstæðurnar í háskólanum í Katar eru svo sem ekkert slor. Þar eru 90 herbergi, nútímaleg íþróttaaðstaða, sundlaug í fullri stærð og knattspyrnuleikvangur þar sem er pláss fyrir 10.000 áhorfendur. HM 2022 í Katar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn og þar eru Argentínumenn í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádi Arabíu. Lionel Messi og félögum er spáð góðu gengi á mótinu og telja margir að nú sé komið að því að Messi komist á stall með landa sínum Diego Maradona og færi þjóðinni sjálfan heimsmeistaratitilinn. Það skortir ekki lúxushótelin í Katar og flest liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu hafa valið sér eitt slíkt til að dvelja á þann tíma sem þau eru í Katar. Kröfur liðanna um aðstæður eru oftar en ekki ansi ítarlegar en Argentínumenn ákváðu að fara aðra leið hvað varðar gistingu en önnur lið. Forsvarsmenn argentínska knattspyrnusambandsins völdu nefnilega að aðsetur liðsins yrði á heimavist háskólans í Katar. Aðstæður þar eru vissulega góðar en aðalástæða þess að þeir velja heimavistina frekar en lúxushótel er sú að þeir vilja geta eldað matinn sinn samkvæmt argentínskum hefðum. | LA NACIÓN Qatar University will be the home of the Argentina national team in the 2022 World Cup. Ranked as the best educational institution in the country and one of the best in Asia A high-tech campus of 25,500 square meters. Contains a football field pic.twitter.com/oEo4qpHyuP— BD Albiceleste (@bd_albiceleste) March 23, 2022 „Við heimsóttum heimavistina í fjölmörg skipti og völdum að vera þar, ekki bara því þar eru frábærar aðstæður, heldur einnig vegna þess að þar er pláss fyrir asado utandyra,“ sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í samtali við Daily Mail. Asado er nokkurs konar grill sem Argentínumenn nota gjarnan til að elda kjöt yfir opnum eldi en það er einmitt það sem Argentínu menn ætla sér að gera í Katar. Krafan um að geta notað asado var ofarlega á forgangslistanum hjá Messi og félögum og á háskólaheimavistinni verður það mögulegt. „Liðið okkar er það besta í heimi og eiga skilið besta nautakjötið,“ sagði talsmaður sambandsins en argentínskar steikur þykja herramannsmatur víðsvegar um heim. „Við viljum að leikmönnum líði eins og þeir séu heima hjá sér á meðan þeir dvelja í Katar og þetta er besta leiðin til að gera það. Við sjáum til þess að þeir fái bragð að heiman á sama tíma og þeir einbeita sér að fótboltanum.“ Aðstæðurnar í háskólanum í Katar eru svo sem ekkert slor. Þar eru 90 herbergi, nútímaleg íþróttaaðstaða, sundlaug í fullri stærð og knattspyrnuleikvangur þar sem er pláss fyrir 10.000 áhorfendur.
HM 2022 í Katar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira