Lífið

Í ljósi sögunnar snýr aftur á morgun

Elísabet Hanna skrifar
Vera þegar verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt í Þjóðminjasafninu á degi íslenskrar tungu í fyrra. Þá hlaut hún sér­staka viður­kenn­ingu fyrir þáttinn.
Vera þegar verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt í Þjóðminjasafninu á degi íslenskrar tungu í fyrra. Þá hlaut hún sér­staka viður­kenn­ingu fyrir þáttinn. Vísir/Vilhelm

Í ljósi sög­unn­ar snýr aftur á morgun í stjórn Veru Illugadóttur en nokkrir mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. 

Þættirnir hófu göngu sína á Rás 1 árið 2016 og hafa síðan þá eignast stóran aðdáendahóp. Það var þann 5. ágúst síðastliðinn sem þáttur um fjöllistamanninn Claude Cahun, sem stóð í andspyrnu gegn Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, kom út. Aðdáendur þáttanna hafa beðið spenntir eftir næsta þætti síðan þá.

Vera hefur verið að sinna öðrum verkefnum hjá RÚV. „Ég er búin að vera í Þetta helst í hádegisútvarpinu síðustu þrjá mánuði eða svo,“ sagði Vera í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum.


Tengdar fréttir

Í ljósi sögunnar ekki allur

Næsti þáttur af Í ljósi sögunnar kemur út seinna í þessum mánuði. Þrír mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. Hörðustu aðdáendur hafa viðrað áhyggjur af því að útgáfu þáttarins hefði verið hætt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.