Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 07:34 Inga Sæland er aðalflutningsmaður frumvarpsins. Vísir/vilhelm Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. Meðal umsagnaraðila eru erlendir sérfræðingar og samtök. Þeir gagnrýna mjög nýja reglugerð um blóðmerahald, sem þeir segja ekki koma til móts við athugasemdir sem fram hafa komið. Meðal annars sé enn heimilt að taka samtals 40 lítra af blóði úr hryssunum á átta vikum. Þá sé ekki kveðið á um að hryssurnar séu tamdar og æfðar áður en þær eru settar á blóðtökubásinn. Einnig eru gerðar athugasemdir við að blóðbúskapur hryssana sé aðeins rannsakaður á tveggja ára fresti og að aðeins kaupandi blóðsins, Ísteka, þurfi að sækja um leyfi fyrir starfseminni en ekki einstaka bóndi. Samtök um dýravelferð á Íslandi segjast í sinni umsögn styðja bannið og harma ákvörðun ráðherra að leyfa blóðtökuna næstu þrjú ár. „Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt magn blóðs sem tekið er. Fimm lítrar af blóði eru 15-20% af heildarblóðmagni íslenska hestsins. Það eru teknir allt að 40 lítrar af blóði úr fylfullum og oftast mjólkandi merum yfir 8 vikna tímabi. Að blóð sé tekið í þessu magni og þessari tíðni þekkist hvergi og benda öll vísindi um blóðtöku spendýra til þess að hér sé gengið langt úr fyrir heilsusamleg mörk. Þær þurfa að endurnýja allt sitt blóðmagn og 8- 15 lítra til viðbótar á þeim tíma. Það gefur auga leið að þessu fylgir líkamlegt álag og þjáning,“ segja samtökin meðal annars í umsögninni. Þá gagnrýna samtökin takmarkað eftirlit með blóðtökunni og segja hestamenn efast um það hvernig koma megi ótamdri hryssu inn í þröngan bás, frá folaldi sínu, án átaka. „Hestar læra af reynslunni og hafa gott minni, hryssurnar vita hvað mun eiga sér stað í blóðtökubásnum svo ólíklegt er að þær valsi inn í hann óþvingaðar. Myndavélaeftirlit ætti að vera með blóðtökunni sjálfri og meðferð hryssanna í leiðingu að og frá blóðtökubási líkt og Fagráð um velferð dýra hefur lagt til.“ Samtökin segja einnig að blóðtaka úr fylfullum hryssum gangi í bága við reglur EES, þar sem tekið er fram að tilraunir skuli ekki gerðar á dýrum ef önnur leið sé í boði til að ná þeim niðurstöðum sem sóst er eftir. Til sé fjöldi viðurkenndra lyfja sem gegni sama hlutverki og PMSG hormónið. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til,“ segir í umsögninni. „Ekki snefill af rökstuðningi“ Félag atvinnurekenda skilar inn umsögn þar sem lagst er gegn samþykkt frumvarpsins og meðal annars bent á að eftir að uppljóstrað var um slæma meðferð á hryssum við blóðtöku hafi Ísteka og stjórnvöld brugðist við með ýmsum hætti. Regluramminn og eftirlitið með blóðamerahaldi og blóðtöku úr hryssum sé nú strangara en á við um flesta aðra hagnýtingu dýra í landbúnaði og MAST hafi sent eftirlitsmenn á hvern einasta blóðtökubæ á vegum Ísteka síðastliðið sumar. „Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn: „Flutningsmenn þessa frumvarps telja að sú reglugerð [nr. 900/2022] dugi ekki til að tryggja velferð fylfullra mera og afkvæma þeirra. Stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þau geta ekki tryggt velferð meranna með eftirliti sínu [svo] og því er nauðsynlegt að banna þessa starfsemi með öllu.“ Þessari ályktun flutningsmanna fylgir ekki snefill af rökstuðningi, eins og mætti þó telja eðlilegt þegar um er að ræða tillögu um jafnumfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt og hér um ræðir,“ segir í umsögn FA. Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Alþingi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Meðal umsagnaraðila eru erlendir sérfræðingar og samtök. Þeir gagnrýna mjög nýja reglugerð um blóðmerahald, sem þeir segja ekki koma til móts við athugasemdir sem fram hafa komið. Meðal annars sé enn heimilt að taka samtals 40 lítra af blóði úr hryssunum á átta vikum. Þá sé ekki kveðið á um að hryssurnar séu tamdar og æfðar áður en þær eru settar á blóðtökubásinn. Einnig eru gerðar athugasemdir við að blóðbúskapur hryssana sé aðeins rannsakaður á tveggja ára fresti og að aðeins kaupandi blóðsins, Ísteka, þurfi að sækja um leyfi fyrir starfseminni en ekki einstaka bóndi. Samtök um dýravelferð á Íslandi segjast í sinni umsögn styðja bannið og harma ákvörðun ráðherra að leyfa blóðtökuna næstu þrjú ár. „Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt magn blóðs sem tekið er. Fimm lítrar af blóði eru 15-20% af heildarblóðmagni íslenska hestsins. Það eru teknir allt að 40 lítrar af blóði úr fylfullum og oftast mjólkandi merum yfir 8 vikna tímabi. Að blóð sé tekið í þessu magni og þessari tíðni þekkist hvergi og benda öll vísindi um blóðtöku spendýra til þess að hér sé gengið langt úr fyrir heilsusamleg mörk. Þær þurfa að endurnýja allt sitt blóðmagn og 8- 15 lítra til viðbótar á þeim tíma. Það gefur auga leið að þessu fylgir líkamlegt álag og þjáning,“ segja samtökin meðal annars í umsögninni. Þá gagnrýna samtökin takmarkað eftirlit með blóðtökunni og segja hestamenn efast um það hvernig koma megi ótamdri hryssu inn í þröngan bás, frá folaldi sínu, án átaka. „Hestar læra af reynslunni og hafa gott minni, hryssurnar vita hvað mun eiga sér stað í blóðtökubásnum svo ólíklegt er að þær valsi inn í hann óþvingaðar. Myndavélaeftirlit ætti að vera með blóðtökunni sjálfri og meðferð hryssanna í leiðingu að og frá blóðtökubási líkt og Fagráð um velferð dýra hefur lagt til.“ Samtökin segja einnig að blóðtaka úr fylfullum hryssum gangi í bága við reglur EES, þar sem tekið er fram að tilraunir skuli ekki gerðar á dýrum ef önnur leið sé í boði til að ná þeim niðurstöðum sem sóst er eftir. Til sé fjöldi viðurkenndra lyfja sem gegni sama hlutverki og PMSG hormónið. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til,“ segir í umsögninni. „Ekki snefill af rökstuðningi“ Félag atvinnurekenda skilar inn umsögn þar sem lagst er gegn samþykkt frumvarpsins og meðal annars bent á að eftir að uppljóstrað var um slæma meðferð á hryssum við blóðtöku hafi Ísteka og stjórnvöld brugðist við með ýmsum hætti. Regluramminn og eftirlitið með blóðamerahaldi og blóðtöku úr hryssum sé nú strangara en á við um flesta aðra hagnýtingu dýra í landbúnaði og MAST hafi sent eftirlitsmenn á hvern einasta blóðtökubæ á vegum Ísteka síðastliðið sumar. „Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn: „Flutningsmenn þessa frumvarps telja að sú reglugerð [nr. 900/2022] dugi ekki til að tryggja velferð fylfullra mera og afkvæma þeirra. Stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þau geta ekki tryggt velferð meranna með eftirliti sínu [svo] og því er nauðsynlegt að banna þessa starfsemi með öllu.“ Þessari ályktun flutningsmanna fylgir ekki snefill af rökstuðningi, eins og mætti þó telja eðlilegt þegar um er að ræða tillögu um jafnumfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt og hér um ræðir,“ segir í umsögn FA.
Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Alþingi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent