„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:15 Alexandra Briem formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Vísir/Arnar Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“ Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“
Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53