Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. nóvember 2022 23:20 Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Árbæjarstíflu í kvöld. Vísir/Stöð 2 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn. Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn.
Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45