Innlent

Þrettán vilja verða ferða­mála­stjóri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hæfisnefnd skipuð af Lilju Alfreðsdóttur mun meta hæfni umsækjenda. 
Hæfisnefnd skipuð af Lilju Alfreðsdóttur mun meta hæfni umsækjenda.  Vísir/Vilhelm

Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti ferðamálastjóra. Einn dró umsókn sína til baka en umsóknarfresturinn rann út 10. nóvember síðastliðinn. 

Skarphéðinn Berg Steinarsson tilkynnti í lok október að hann myndi láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramótin. Í kjölfar þess var staðan auglýst.

Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. 

Listi umsækjenda var birtur í dag á vef Stjórnarráðsins. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2023.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir umsækjendur. 

 • Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri
 • Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri
 • Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri
 • Georg H. Ómarsson, markaðsstjóri
 • Guðrún Indriðadóttir, framkvæmdastjóri
 • Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri
 • Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur
 • Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi
 • Ólafur Reynir Guðmundsson, verkefnastjóri
 • Saga Hlíf Birgisdóttir, ferðamálafræðingur
 • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
 • Valdimar Björnsson, framkvæmdastjóri
 • Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.