Misnotuð af starfsmanni barnaverndar: „Endurupplifði ofbeldið í fæðingunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Sjana Rut var misnotuð af starfsmanni barnaverndar sem barn. Sjana Rut hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir plötu sem fjallar um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn. Bæði af hálfu starfsmanns barnaverndar og einnig náins ættingja. Að semja tónlist er hennar leið til að takast á við erfiðleikana sem hún lenti í en einnig málar um málverk um hvert lag á plötunni. Sindri Sindrason hitti hana og fékk að heyra hennar sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en fljótlega eftir að hún og bróðir hennar hófu sína skólagöngu lentu þau í grófu einelti. Hún segir að skólakerfið hafi varpað ábyrgðinni yfir á fjölskylduna og var Alex bróðir hennar sendur, sjö ára, til stuðningsaðila sem átti að vera mjög góður maður. Hann byrjaði að misnota bróðir hennar fljótlega eftir að þau kynntust. „Ég fer ekki til hans til að byrja með og bara bróðir minn. Ég meðan það allt er að gerast verð ég fyrir kynferðisofbeldi af hendi náins ættingja,“ segir hún en hún vill ekki tala um það hver þessi ættingi er en ofbeldið stóð yfir í þónokkur ár. Hvorki hún né bróðir hennar vildi segja frá en seinna var hún einnig send til starfsmannsins og misnotaði hann hana rétt eins og bróður hennar. Fjölskyldan hennar grunaði ekkert. Þau systkinin voru bæði beitt ofbeldi af sama manninum. „Með tímanum var hann orðinn eins og fjölskylduvinur eða eins og frændi manns og kom í afmæli og veislur og var mjög mikið innan um okkur,“ segir Sjana. En bæði börnin vissu ekki hvernig átti að bregðast við og eftir á sér hún að þau höfðu verið heilaþveginn. „Kannski af því að ég var búinn að lenda í ofbeldi þá var ég ekki alveg að meðtaka þetta og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Hún segist mun ágætlega eftir fyrsta skiptinu sem hann misnotaði sig. Gistu heima hjá manninum „Ég man ég vaknaði morguninn eftir og leið ofboðslega skringilega. Þung í höfðinu og illt í öxlunum og mundu í raun ekkert hvað gerðist. Þarna var ég um níu eða tíu ára. Ég svaf svolítið lengi og svo þegar ég vakna eru hann og bróðir minn frammi að gera morgunmat,“ segir Sjana en þá velta sumir fyrir sér hvers vegna þau sváfu heima hjá stuðningsfulltrúanum. „Hann rak sitt eigið heimili og var með börn þar. Ég man alveg eftir fleiri börnum þarna sem voru kannski á öðrum dögum en við. Hann horfði ekki einu sinni á mig morguninn eftir og horfði ekki einu sinni á mig. Pabba fór að gruna kannski eitthvað en mamma hefur alltaf séð það fallega í öllum.“ Árið 2015 ákvað bróðir hennar að segja frá og var fjölskyldunni eðlilega brugðið. „Hann er orðinn unglingur þarna, fimmtán eða sextán ára, og hann segir mömmu. Hún segir okkur síðan einhverjum mánuðum seinna.“ Fimm ára dóm Sjana segir einnig frá nokkru seinna. Móðir Sjönu fer til lögreglunnar, kærir og málið veltist um í kerfinu í eitt og hálft ár. Svo er gerandinn ákærður. Sjana og bróðir hennar Axel og fjölskylda tapa málinu í héraði en vinna það fyrir landsrétti. Þessi fyrrverandi barnaverndarstarfsmaður var í kjölfarið dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2020. „Ég veit ekki hvort hann sé farinn í fangelsi en síðast þegar ég vissi var hann ekki farinn. Ég fékk í fyrsta skipti hjálp eftir að ég eignast strákinn minn árið 2020 eftir að við vinnum málið. Ég var þá greind með mjög alvarlega áfallastreituröskun. Ég átti mjög erfiða fæðingu og endurupplifði ofbeldið í fæðingunni og var í lífshættu í fæðingunni,“ segir Sjana og bætir við að þá hafi fyrsta skrefið í átt að bata hafist. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Bæði af hálfu starfsmanns barnaverndar og einnig náins ættingja. Að semja tónlist er hennar leið til að takast á við erfiðleikana sem hún lenti í en einnig málar um málverk um hvert lag á plötunni. Sindri Sindrason hitti hana og fékk að heyra hennar sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en fljótlega eftir að hún og bróðir hennar hófu sína skólagöngu lentu þau í grófu einelti. Hún segir að skólakerfið hafi varpað ábyrgðinni yfir á fjölskylduna og var Alex bróðir hennar sendur, sjö ára, til stuðningsaðila sem átti að vera mjög góður maður. Hann byrjaði að misnota bróðir hennar fljótlega eftir að þau kynntust. „Ég fer ekki til hans til að byrja með og bara bróðir minn. Ég meðan það allt er að gerast verð ég fyrir kynferðisofbeldi af hendi náins ættingja,“ segir hún en hún vill ekki tala um það hver þessi ættingi er en ofbeldið stóð yfir í þónokkur ár. Hvorki hún né bróðir hennar vildi segja frá en seinna var hún einnig send til starfsmannsins og misnotaði hann hana rétt eins og bróður hennar. Fjölskyldan hennar grunaði ekkert. Þau systkinin voru bæði beitt ofbeldi af sama manninum. „Með tímanum var hann orðinn eins og fjölskylduvinur eða eins og frændi manns og kom í afmæli og veislur og var mjög mikið innan um okkur,“ segir Sjana. En bæði börnin vissu ekki hvernig átti að bregðast við og eftir á sér hún að þau höfðu verið heilaþveginn. „Kannski af því að ég var búinn að lenda í ofbeldi þá var ég ekki alveg að meðtaka þetta og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Hún segist mun ágætlega eftir fyrsta skiptinu sem hann misnotaði sig. Gistu heima hjá manninum „Ég man ég vaknaði morguninn eftir og leið ofboðslega skringilega. Þung í höfðinu og illt í öxlunum og mundu í raun ekkert hvað gerðist. Þarna var ég um níu eða tíu ára. Ég svaf svolítið lengi og svo þegar ég vakna eru hann og bróðir minn frammi að gera morgunmat,“ segir Sjana en þá velta sumir fyrir sér hvers vegna þau sváfu heima hjá stuðningsfulltrúanum. „Hann rak sitt eigið heimili og var með börn þar. Ég man alveg eftir fleiri börnum þarna sem voru kannski á öðrum dögum en við. Hann horfði ekki einu sinni á mig morguninn eftir og horfði ekki einu sinni á mig. Pabba fór að gruna kannski eitthvað en mamma hefur alltaf séð það fallega í öllum.“ Árið 2015 ákvað bróðir hennar að segja frá og var fjölskyldunni eðlilega brugðið. „Hann er orðinn unglingur þarna, fimmtán eða sextán ára, og hann segir mömmu. Hún segir okkur síðan einhverjum mánuðum seinna.“ Fimm ára dóm Sjana segir einnig frá nokkru seinna. Móðir Sjönu fer til lögreglunnar, kærir og málið veltist um í kerfinu í eitt og hálft ár. Svo er gerandinn ákærður. Sjana og bróðir hennar Axel og fjölskylda tapa málinu í héraði en vinna það fyrir landsrétti. Þessi fyrrverandi barnaverndarstarfsmaður var í kjölfarið dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2020. „Ég veit ekki hvort hann sé farinn í fangelsi en síðast þegar ég vissi var hann ekki farinn. Ég fékk í fyrsta skipti hjálp eftir að ég eignast strákinn minn árið 2020 eftir að við vinnum málið. Ég var þá greind með mjög alvarlega áfallastreituröskun. Ég átti mjög erfiða fæðingu og endurupplifði ofbeldið í fæðingunni og var í lífshættu í fæðingunni,“ segir Sjana og bætir við að þá hafi fyrsta skrefið í átt að bata hafist. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira