Lífið

Söng jólalög í garðinum fyrir dvalarkonur og þeirra börn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ellen Kristjánsdóttir söng í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf.
Ellen Kristjánsdóttir söng í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Stöð 2

Ein fallegasta minning sem starfskonur Kvennaathvarfsins eiga úr athvarfinu er þegar Ellen og fjölskylda mættu fyrir utan Kvennaathvarfið á köldu vetrarkvöldi fyrir ein jólin í heimsfaraldrinum. Sungu þau og spiluðu fyrir dvalarkonur og börnin í athvarfinu og var þetta ógleymanlegt kvöld.

Ellen mætti í söfnunarþáttinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf sem sýndur var á Stöð 2. Hún söng þar lagið Litla systir eftir Magnús Eiríksson og með henni spilaði Þorsteinn Einarsson á gítar. Hægt er að horfa á flutninginn í spilaranum hér fyrir neðan og söfnunarnúmerin eru enn opin. 

Klippa: Ellen - Litla systir

Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf.

Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan:

  • 907-1010- 1.000 krónur
  • 907-1030 -3.000 krónur
  • 907-1050-5.000 krónur

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:

Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700


Tengdar fréttir

„Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“

„Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“

Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf

Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×