Innlent

Á­fram í gæslu­varð­haldi grunaður um að skipu­leggja hryðju­verk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlmennirnir voru leiddir fyrir dómara í dag. Niðurstöðu er beðið í tilfelli hins karlmannsins.
Karlmennirnir voru leiddir fyrir dómara í dag. Niðurstöðu er beðið í tilfelli hins karlmannsins. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.

Karlmaðurinn var handtekinn um miðjan september í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Hann hefur ásamt öðrum karlmanni sætt gæsluvarðhaldi í sjö vikur.

Niðurstöðu héraðsdóms í tilfelli hins karlmannsins er beðið en gæsluvarðhald beggja átti að renna út í dag.

Sveinn Andri hefur áður sagt að skjólstæðingur sinn sé „meinleysisgrey“ sem gerði ekki flugu mein og að samtöl mannanna á milli hafi verið „misheppnað grín“. Hann hefur ekki trú á því að mennirnir verði ákærðir fyrir annað en vopnalagabrot.

Uppfært klukkan 17:11

Báðir karlmennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald.


Tengdar fréttir

Faðir ríkislög­reglu­stjóra í skýrslu­töku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyld­menni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×