Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga stýrði pallborðsumræðum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women á heimsþinginu í dag. María Kjartansdóttir Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag. Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag.
Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20