Grindhoraðir nautgripir sem fái hvorki vott né þurrt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 19:14 Íbúi í Borgarbyggð segir nautgripina grindhoraða; dýrin fái hvorki vott né þurrt. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segist ekkert botna í verkferlum Matvælastofnunar. Hross og nautgripir fái hvorki vott né þurrt, þrátt fyrir að dýrin eigi að vera undir eftirliti MAST. Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45