Innlent

Líkams­á­rás fyrir utan Kringluna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglan hefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglan hefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Vísir/Vilhelm

Líkamsárás varð fyrir utan Kringluna síðdegis í dag. Lögregla hefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Þetta var meðal verkefna lögreglu í dag, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um ölvaðan og æstan mann á Hlemmi mathöll. Lögregla fór á vettvang og játti maðurinn því að vera æstur. Það væri hann vegna þess að starfsfólk mathallarinnar hafi skvett á hann köldu vatni og vakið hann þannig af ölvunarsvefni.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í miðborginni. Þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang en málið hefur verið sett í hefðbundið ferli.

Eitthvað var um óhöpp í umræðunni og varð meðal annars tveggja bíla árekstur þar sem báðar bifreiðar skemmdust mikið. Ekki er talið að ökumenn séu alvarlega slasaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×