Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 17:57 Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00