Guðlaugur Þór tilkynnti rétt í þessu framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi flokksins næstu helgi.
Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðlaugur Þór ræddi við fréttamann okkar að lokinni ræðu sinni.
Ljóst þykir að mikil átök verða um formannsembættið á landsfundi næstu helgi Þeir Guðlaugur Þór og Bjarni leiða hvor sína fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni gaf það út í dag að hann hans tími í stjórnmálum verði liðinn undir lok lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór á landsfundi.