Innlent

Guð­laugur Þór á­varpaði Sjálf­stæðis­menn

Árni Sæberg og Samúel Karl Ólason skrifa
Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnir brátt ákvörðun sína.
Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnir brátt ákvörðun sína. Vísir/ArnarHalldórs

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að taka slaginn gegn Bjarna Benediktssyni.

Guðlaugur Þór tilkynnti rétt í þessu framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi flokksins næstu helgi.

Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðlaugur Þór ræddi við fréttamann okkar að lokinni ræðu sinni.

Ljóst þykir að mikil átök verða um formannsembættið á landsfundi næstu helgi Þeir Guðlaugur Þór og Bjarni leiða hvor sína fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni gaf það út í dag að hann hans tími í stjórnmálum verði liðinn undir lok lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór á landsfundi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×