Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira