Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira