Innlent

Guðmundur Ari felldi Kjartan

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Ari (t.h.) felldi Kjartan Valgarðsson með yfirburðum.
Guðmundur Ari (t.h.) felldi Kjartan Valgarðsson með yfirburðum. Samsett

Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða.

Margir biðu spenntir eftir úrslitum kjörs formanns framkvæmdastjórnar á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fór í dag. Þar hafði oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, sem vann mikinn kosningasigur í sveitarstjórnarkosningum í vor, gefið kost á sér á móti sitjandi formanni og áhrifamanni innan Samfylkingarinnar frá stofnun.

Svo fór að Guðmundur Ari fór með afgerandi sigur af hólmi og tekur því við embætti af Kjartani sem formaður framkvæmdastjórnar

Guðmundur Ari er 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur og giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. Hann er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi sem hlaut rúm 40% í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Hann hefur setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018, að því er segir í tilkynningu um kjör Guðmundar Ara.


Tengdar fréttir

Býður sig fram gegn Kjartani

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag.

Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans

Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×