Um er að ræða upprunalegt einbýlishús í Fossvogi. Húsið er 285.6 fm, þar af er 40 fm bílskúr samkvæmt fasteignavef Vísis. Í húsinu eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni en innréttingar eru teiknaðar af Gunnari Magnússyni innanhússhönnuði. Eins og sjá má hafa eigendurnir haldið í upprunalega stílinn.
Margir hafa deilt myndum af húsinu á samfélagsmiðlum og viðrað áhyggjur sínar af því að nýir eigendur muni hugsanlega rífa allt út og innrétta aftur í nútímalegri stíl.
Hrafn Jónsson er einn þeirra sem hefur talað um húsið á Twitter.
„Þetta hús ætti eingöngu að vera selt gegn því að vera friðað að innan.“
Sköpuðust umræður þar sem ummæli voru látin falla eins og „Sá sem vill breyta svona, er ekki húsum hæfur“ og
„Vá hvað mig langar að kveikja í einni rettu og fá mér bourbon í kristal glasi inni í þessari stofu.“
Þetta hús ætti eingöngu að vera selt gegn því að vera friðað að innan. pic.twitter.com/o7jFcPLgCD
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 27, 2022
Fleiri myndir af eigninni í Bjarmalandi má sjá hér fyrir neðan.








