Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 06:50 Bjarni segist ekki vilja gefa sér neitt um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Enn sem komið er sé hann einn í framboði. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira