Innlent

Í eina sæng fyrir kjara­við­ræður við SA

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri leiða þau samtök sem hafa nú ákveðið að ganga sameinuð til viðræðna við SA um kjarasamninga.
Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri leiða þau samtök sem hafa nú ákveðið að ganga sameinuð til viðræðna við SA um kjarasamninga. Vísir/Vilhelm

Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið munu taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í viðræðum um nýjan kjarasamning.

Þetta kemur fram á vef VR. Þar segir að um sé að ræða stærstu landssambönd launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Samstarfið nái til hátt í níutíu þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.

„Mjög ríkur vilji er innan beggja sambanda að gera sameiginlega atlögu að nýjum kjarasamningi þar sem áherslan verður á að auka kaupmátt og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er ljóst að samstarf LÍV og SGS mun skila auknum slagkrafti í kjarasamningaviðræðurnar,“ segir á vef VR.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður Landssambands íslenskra verzunarmanna. Félagið er heildarsamtök verlsunarmannafélaga víða um land. Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Félagið er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi.

Ragnar Þór og Vilhjálmur voru í hópi þeirra sem gengu út af landsþingi ASÍ fyrr í mánuðinum, sem varð til þess að þinginu og kjöri nýs forseta ASÍ var frestað fram á næsta ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×