Innlent

Segja Guð­laug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir for­manns­em­bættinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Sigurjón

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Frá þessu greinir Morgunblaðið en segir Guðlaug þó ekki hafa tekið lokaákvörðun hvað þetta varðar.

Í blaðinu segir að undanfarna daga hafi orðrómur verið á sveimi um mögulegt framboð Guðlaugs, sem hafi meðal annars verið tengt umdeildu vali á landsfundarfulltrúum í stöku félagi. Ekki er farið nánar út í það mál í blaðinu.

Morgunblaðið segir Guðlaug ekki hafa svarað sér undanfarna daga.

Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður og fjármálaráðherra, sækist eftir endurkjöri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×