Innlent

Í langt gæslu­varð­hald grunaður um at­lögu gegn móður sinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsréttur úrskurðaði konuna í farbann, en héraðsdómur hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald.
Landsréttur úrskurðaði konuna í farbann, en héraðsdómur hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa veist að móður sinni með ofbeldi.

Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Þar segir enn fremur gæsluvarðhaldið megi þó ekki standa lengur en þangað til niðurstaða fæst í áfrýjun mannsins á öðrum dómi, þar sem hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa veist að móður sinni með ofbeldi, tekið hana ítrekað hálstaki svo hún missti andann, sparkað í bringu hennar og veitt henni ýmis högg.

Móðirin telur að atlaga mannsins hafi staðið yfir í um klukkustund. Segist hún hafa talið að hún væri að upplifa sína síðustu stund er sonur hennar hélt fyrir öndun hennar.

Hringdi á prest sem grunaði að ekki væri allt með felldu

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn hafi hringt á prest sem hafi grunað að ekki væri allt með felldu. Presturinn hringdi á lögreglu sem kom á vettvang og handtók manninn.

Í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn hafi ítrekað sætt nálgunarbanni gagnvart foreldrum sínum. Hefur hann meðal annars hlotið dóm fyrir að hafa veist að föður sínum með hnífi.

Var farið fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til september á næsta ári. Landsréttur taldi þó hæfilegt að úrskurða manninn í gæsluvarðhald til 31. mars, en þó ekki lengur en þar til endanlegur dómur gengur í áðurnefndu dómsmáli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×