Samkvæmt Page Six var um stefnumót að ræða og náðust myndir af þeim að rölta um borgina að spjalla saman eftir að þau luku við kvöldverðinn. Að lokum kvöddust þau með innilegu faðmlagi. Heimildir miðilsins segja þau ekki vera orðin par en að miklir neistar séu á milli þeirra. „Það er klárlega áhugi til staðar hjá báðum aðilum,“ segir heimildin.
Áður var Dua Lipa í tveggja ára sambandi með fyrirsætunni Anwar Hadid, bróður Gigi og Bellu. Trevor var áður með leikkonunni Minku Kelly og voru þau einnig saman í tvö ár.
Trevor tilkynnti nýlega að hann ætlar að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show á Comedy Central. Trevor hefur stjórnað þættinum í sjö ár.