Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2022 14:39 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks. Vísir/Vilhelm Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32