Innlent

Lamdi til fólks með stól í húsnæði Rauða krossins

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
atvikið átti sér stað í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði. 
atvikið átti sér stað í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði.  Vísir

Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði veist að fólki í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Þar segir að maðurinn hafi lamið til fólks með stól en var farinn af vettvangi er lögregla mætti í hús Rauða krossins á Strandgötu í Hafnarfirði. Málið er nú í rannsókn en ekki náðist í lögreglu þegar eftir því var leitað. 

Í miðbænum var einnig tilkynnt um líkamsáras þar sem meintur gerandi var jafnframt farinn af vettvangi. 

Þá var í miðbænum tilkynnt um framkvæmdir sem hófust á milli klukkan 8 og 9. Í tilkynningu lögreglunnar er árettað að slíkar framkvæmdir, sem hávaði fylgir, séu ekki leyfilegar fyrr en klukkan 10. Voru þessar framkvæmdir því stöðvaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×