Furðufluga vekur athygli í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 15:26 Flugan er fjögurra metra löng. Alda Ægisdóttir Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum. „Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“ Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
„Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“
Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira