„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2022 13:03 Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir að það yrði mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum. Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“ Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“
Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45