Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 11:20 Grænklæddur hjólreiðamaður í götunni og gráum fólksbílnum ekið í burtu. Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað. Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað.
Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira