Innlent

Leggja niður starf­semi bóka­bílsins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Höfðingi, bókabíll Borgarbókasafnsins, hefur staðið vaktina síðustu 22 ár.
Höfðingi, bókabíll Borgarbókasafnsins, hefur staðið vaktina síðustu 22 ár.

Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann.

Morgunblaðið greinir frá þessu. Í drögum að nýrri fjárhagsáætlun Borgarbókasafnsins er lagt til að starfsemi bókabílsins Höfðingja verði lögð niður með öllu.

Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður, segir í samtali við Morgunblaðið að aðsókn í bókabílinn sé ekki mikil. Hún hefur minnkað jafnt og þétt í gegnum árin. Fjöldi leigðra bóka úr bókabílnum er sjöfalt lægri en á því safni sem hefur fæst útlán.

„Áhuginn hefur minnkað. Hann stoppar mest við skóla og hjá eldri borgurum og við ætlum að reyna að mæta því með annarri þjónustu,“ segir Pálína.

Borgin gerði kröfu um tuttugu milljón króna niðurskurð og er bókabíllinn einn af þeim hlutum sem fórna þarf. Borgarbókasafnið notaði þennan niðurskurð frekar í að skera niður í einstökum verkefnum frekar en að skera niður í föstum rekstri bókasafna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×