Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 14:31 Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið sem rætt var í Bítinu á Bylgjunni í morgun vera hræðilega sorglegt. Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04