Innlent

Anna María hlaut Hug­rekkis­viður­kenningu Stíga­móta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Anna María Bjarnadóttir.
Anna María Bjarnadóttir. Instagram

Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta í ár. Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði að tveir íslenskir karlmenn, annar þjóðþekktur, hefðu nauðgað sér árið 2010.

„Langir en samt svo stuttir mánuðir og ár að baki. Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og berjast á móti ansi hörðum straumi,“ skrifar Anna María í færslu á Instagram um viðurkenninguna.

„Ég sé ekki eftir einu einasta skrefi!“

Í kjölfarið af ásökunum Önnu Maríu í maí 2021 fór af stað mikil umræða um þöggun á kynferðisofbeldi innan KSÍ.  Málið gegn þeim Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni var tekið upp að nýju en var fellt niður. Ríkissaksóknari staðfesti svo 25. ágúst á þessu ári niðurfellingu héraðssaksóknara.

„Takk allir sem hafa stutt við bakið á mér, ykkur verð ég ævinlega þakklát. Ég er að gróa,“ skrifar Anna María í færslu sinni. 

Á viðurkenningarskjal Stígamóta er skrifað.

„Baráttukonan Anna María hóf baráttu sýna fyrir réttlæti í heimi þar sem hugmyndir fólks um hvað er réttlát er litað af peningum, völdum og skaðlegum viðhorfum í garð kvenna. Hún hefur staðið  keik og með hugrekki sínu og staðfestu rutt brautina fyrir aðra. 

Fyrir hugrekki sitt, þrautseigju, kjark og þor á Anna María heiður skilinn. Takk kæra baráttukona og fyrirmynd fyrir að berjast fyrir þolendur og betri heimi. “

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið áberandi í umræðunni um fyrrnefnt mál á samfélagsmiðlum. Hann stendur þétt við bakið á sinni konu.

„Kletturinn okkar,“ segir Martin við færslu Önnu Maríu á Instagram.


Tengdar fréttir

Gagn­rýna valið á Aroni Einari: „Þetta stað­fest­ir að nauðgun­ar­­menn­ing þrífst inn­an KSÍ og að þol­end­um er ekki trúað“

Aron Einar Gunnarsson var íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem valinn var í gær, föstudag. Landsliðsfyrirliðinn hefur ekki spilað síðan í júní á síðasta ári þar sem mál hans og Eggert Gunnþórs Jónssonar var enn á borði ríkissaksóknara en kona ásakaði þá um að nauðga sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tjáð sig um málið og þá hefur mikil umræða átt sér stað á samfélagsmiðlum eftir valið.

Tveir knatt­spyrnu­menn sakaðir um kynferðisbrot

Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×