Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2022 11:42 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að skiptar skoðanir starfsfólks stofnananna breytist ekki við sameiningu. En heilbrigð umræða og skoðanaskipti séu af því góða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“ Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“
Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24